Ófarir Leedsara

Gary McAllister var á sínum tíma frábær leikmaður í liði Leeds. En góðir eiginleikar innanvallar eru ekki endilega vísir að góðum þjálfara eins og mörg dæmi sanna. Nú um stundir er mikið af hæfum þjálfurum á lausu á Englandi og vonandi að Leedsarar hafi metnað til að ráða reyndan mann í brúnna.leeds.jpg  En Guð og góðir vættir forði okkur frá því að Gaui Þórðar sé þar á meðal. Það er alveg ófært að hafa Leeds í þessari deild eitt árið enn.
mbl.is McAllister rekinn frá Leeds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að segja að ég sé svolítið á eftir Gary McAllister. Eftir að hann tók við okkar mönnum hafa þeir verið að spila "FÓTBOLTA" en það sem hann gerði vitlaust á sínum tíma var að ráða Steve Staunton sem aðstoðarþjálfara. Gary átti að sjá um að skipurleggja sóknarleik liðsins á meðan að Steve átti að sjá um varnarleikinn. Varnarleikur liðsins er búinn að vera hræðilegur á þessu tímabili. En McAllister má síðan kannski kenna sjálfum sér um því að hann er búinn að halda langbesta markverði Leeds United á bekknum nánast allt tímabilið. Ég tæki Casper Ankergren fram fyrir David Lucas á hverjum degi

Svo vill ég segja að við þurfum að ráða einhvern reynslubolta í brúnna. Einhvern sem hefur vit á taktík.

Kv Jónþór

Jónþór Eiríksson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband