Krabbamein Frjálslyndra.

Sigurjón er sjálfsagt ágætis maður og einn að þeim fáu í flokknum sem hafa staðið vörð um þau gildi sem flokkurinn var stofnaður um. En að hann geti komið í stað Guðjóns Arnars er fráleitt. Frjálslyndiflokkurinn væri sennilega lítið annað en söguheimild án hans. Dytti sem dæmi einhverjum í hug að halda því fram að þjóðvaki hefði orðið eitthvað án Jóhönnu eða Borgaraflokkurinn eitthvað án Alberts nú eða Bandalag jafnaðarmanna eitthvað án Vilmundar. Allir þessir flokkar urðu til fyrir persónufylgi eins aðila og það sama gildir um Frjálslynda. Væri ekki nær að skera burtu stóra illkynja krabbameinsæxlið sem hefur hreiðrað um sig í Reykjarvíkurkjördæmi suður og er farið að valda miklum meinvörpum innan flokksins og spýtir út úr sér sýktum frumum í ungliðahreyfinguna og flokkinn allan.
mbl.is Frjálslyndir í Reykjavík skora á Sigurjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er sögufölsun að halda því fram að Guðjón A. hafi stofnað Frjálslyndaflokkinn.Það vita allir að það var Sverrir Hermannsson. Hann hélt því síðan fram að hann ætti flokkinn .Guðjón A .hafnaði því en stendur nú sjálfur í förum Sverris.Enginn þarf að efast um að því verður hafnað, hver sem það verður .En það verður ekki Kristnn H. né uppgjafa Framsóknarmenn á Ísafirði og Bolungarvík.Ef menn ætla að banna framboð í stjórnmálaflokki gegn sitjandi formanni og hann vill banna slíkt sjálfur þá eru menn komnir til Norður Kóreu í málflutningi

Sigurgeir Jónsson, 24.9.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég sagði hvergi að Guðjón hefði stofnað flokkinn en hinsvegar var það fyrir hans persónulega fylgi að flokkurinn fékk það brautargengi sem hann fékk og ef Guðjón hverfur á braut þá fer fyrir Frjálslindaflokknum eins og flokkunum sem ég taldi upp hér að ofan. Nema því eins að fundinn verði almennilegur kandídat til að taka við og sá kandídat heitir hvorki Sigurjón Þórðarson Jón Magnússon né Magnús Þór.

Þorvaldur Guðmundsson, 24.9.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband